Fræðsla

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar leggur mikla áherslu á sí- og endurmenntunarmál bæði við gerð kjarasamninga og einnig í starfi sínu bæði inn á við og út á við.

Á síðasta áratug hefur verið byggð upp öflug fulltrúa- og trúnaðarmannafræðsla í samvinnu við SFR stéttarfélag. Einnig hafa félögin verið í  samvinnu um fræðslu fyrir félagsmenn með námskeiðum og fyrirlestrum sem ganga undir nafninu Gott að vita. Fræðsludagskrá er skipulögð í fræðslunefndum félaganna. 

Unnið hefur verið að því að auka réttindi allra félagsmanna til sí- og endurmenntunar í gegn um kjarasamninga.

St.Rv. styrkir félagsmenn til menntunar í gegn um Starfsmennta- og starfsþróunarsjóð og Vísindasjóð sem er fyrir háskólamenntaða starfsmenn.

Félagsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað og Seltjarnarnesbæ eiga þess kost að vera styrktir til starfsþróunar í  Mannauðssjóð sveitarfélaganna sem styrkja stofnanir til þess að standa fyrir menntun félagsmanna.

Fyrir ríkisstarfsmenn innan félagsins, er Þróunnar- og símenntunarsjóður  og Fræðslusetrið Starfsmennt sem styður við ríkisstarfsmenn sem vilja þróa sig í starfi og lífi. Setrið er í samvinnu fjölda stéttarfélaga sem semja við ríkissjóð.