"Gott að vita" - námskeið félagsmanna

Námskeið og fyrirlestrar á vegum St.Rv.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar í samvinnu við SFR stéttarfélag bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er oftast 12 en hámarksfjöldi mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.

Um áramót var gerður samstarfssamningur við Fræðslusetrið Starfsmennt um skráningarkerfi í því kerfi þarf að nota annað hvort Íslykil, rafræn skilríki eða aðgangsorð sem maður velur sjálfur.

Það er einnig hægt að skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 525-8330       

Dagskrá verður kynnt í Blaði stéttarfélaganna í september. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 26. september kl. 9.00. 

Gott ad vita skráning StRv.jpg