Starfslokanámskeið


BSRB hefur í fjölda ára boðið félagsmönnum aðildarfélaganna upp á starfslokanámskeið. Við hjá St.Rv. höfum auglýst þau á vef félagsins, í veffréttabréfi og/eða í blaði stéttarfélaganna. Félagsmenn innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hafa alltaf sýnt þessum námskeiðum mikinn áhuga og verið duglegir að nýta sér þau.