Starfsþróun í gegn um nám

Þessi upplýsingasíðu er ætluð sem aðstoð við félagsmenn sem vilja styrkja sig í starfi eða persónulega með því að sækja sér fræðslu, nám eða námskeið.

Styrkir til náms

  • Félagsmenn geta sótt um styrk til náms og símenntunar í Starfsmennta og starfsþróunarsjóð félagsins
  • Félagsmenn sem ráðnir eru vegna háskólamenntunar sinnar eiga rétt á að sækja um styrk í Vísindasjóð.  
  • Í flestum kjarasamningum félagsins eru ákvæði sem varða starfstengt nám og leyfi vegna þess, sem félagsmenn eru hvattir til þess að skoða ef þeir hyggja á nám. Hjá Reykjavíkurborg hafa verið unnar leiðbeiningar um leyfi og sveigjanleika vegna náms samhliða starfi. Sjá leiðbeiningar


Námskeið félagsins fyrir félagsmenn

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum sínum upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu undir heitinu "Gott að vita". Dagskrá er kynnt í september og í janúar. Félagsmenn þurfa að skrá sig á námskeið eða fyrirlestra þar sem námskeiðin fyllast oft fljótt.

Áhugaverðir vefir um nám og námskeið:

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Fræðslusetrið Starfsmennt

Framvegis miðstöð um símenntun

Menntatorg  

Endurmenntun Háskóla Íslands

Mímir símenntun

Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins

Borgarholtsskóli

Háskóli Íslands

Listaháskóli Íslands

Háskólinn í Reykjavík

Promennt tölvunám

NTV -Nýji tölvu og viðskiptaskólinn

Þessi listi er alls ekki tæmandi. Tillögur eru vel þegnar um fleiri tengla.