Styrkir til náms

Starfsmenntunar- og Vísindasjóðir starfa samkvæmt reglugerðum sem  er að finna í kjarasamningi félagsins. Hlutverk þeirra er að stuðla að aukinni starfs- og endurmenntun félagsmanna. Stjórnir sjóðanna meta umsóknir og úthluta styrkjum.


Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður er ætlaður öllum félagsmönnum og stofnunum og fyrirtækjum, sem greiða í starfsþróunarhluta sjóðsins (þ.e. 0.6%) til endur og símenntunar félagsmanna. Hundruðir styrkja eru veittir árlega til ýmis konar náms.

Allar umsóknir eru teknar fyrir á fundi sjóðsstjórnar sem er skipuð 2 fulltrúum frá St.Rv. og 2 fulltrúum frá Reykjavíkurborg. Fundað er 1 sinni í mánuði (nema yfir hásumarið). 


Mannauðssjóður v/félagsmanna hjá Akranesi og Seltjarnarnesi, Innheimtustofnunar sveitarfélaga, Dvalarheimilinu Höfða og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Sjóðurinn veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, s.s. vegna námskeiðs/starfsnáms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar.

Fundir eru haldnir eftir þörfum.


Vísindasjóður HM-manna hefur það að markmiði að styrkja háskólamenntaða félagsmenn til endurmenntunar og rannsóknastarfa, en þeir einir eiga aðild að sjóðnum. Vísindasjóður starfar samkvæmt reglum og starfsreglum

Allar umsóknir eru teknar fyir á fundi sjóðsstjórnar. Fundað er 2 sinnum á ári, samkvæt reglum þarf að skila inn umsóknum fyrir 1. október eða 1. maí.