Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

23 ágú. 2019

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 18. september næst komandi. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð.

Norrænir ríkisstarfsmenn funda

20 ágú. 2019

Fulltrúar Sameykis stéttarfélags sitja þessa dagana ráðstefnu í Danmörku á vegum NSO (Nordiska statstjenestemanna organisationen). En innan NSO eru systrafélög Sameykis á norðurlöndunum sem semja við ríkið.

Norrænir ríkisstarfsmenn funda

Berjatími

19 ágú. 2019

Enn er eitthvað laust í orlofshúsum Sameykis í lok ágúst og byrjun september, tilvalið að bóka og næla sér í ber.

Berjatími

Umsókir í starfsmennta- og Vísindasjóð

19 ágú. 2019

Enn hefur ekki tekist að tengja inn umsóknir í sjóðina eftir þær breytingar sem voru gerðar. Vonumst við til þess að vandamálið leysist fljótlega en verið er að vinna að því á fullu.

Lagfæringar tefjast

14 ágú. 2019

Verið er að vinna við að uppfæra umsóknarkerfi sjóða Sameykis. Vonir stóðu til að hægt  væri að opna fyrir umsóknir í Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóð og Vísindasjóð í dag en því miður er ekki allt klárt enn.

Lagfæringar tefjast

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

08 ágú. 2019

Í vikunni hafa samninganefndir Sameykis og Reykjavíkurborgar nú átt tvo daglanga fundi og viðræður því komnar aftur á fullt skrið eftir sumarleyfi. Sameyki leggur eftir sem áður mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í kröfum sínum en auk þess er nú einnig verið að ræða aukinn hlut starfsþróunar og launaþáttinn.

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Umsóknir um styrki

08 ágú. 2019

Ekki verður hægt að sækja rafrænt um styrki í sjóði Sameykis frá kl. 16 á morgun, föstudaginn 9. ágúst og til og með þriðjudeginum 13. ágúst vegna tæknilegra ástæðna. Við erum að ljúka við að sameina félagatöl St.

Umsóknir um styrki

Skrifstofa á Akranesi

16 júl. 2019

Skrifstofa Sameykis á Akranesi verður lokuð fram yfir verslunarmannahelgi vegan sumarleyfa. Félagsmenn á Akranesi eru hvattir til þess að leita til skrifstofu í Reykjavík í síma 525 8330 eða 525 8340 eða senda tölvupóst á sameyki@sameyki.

Fleiri viðsemjendur samþykkja 105.000 kr. innágreiðslu

09 júl. 2019

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á það að hafa náð samningum fyrir 15. september næstkomandi og fram að þeim tíma gildi friðarskylda.

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

02 júl. 2019

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september.