Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Samninganefnd Sameykis fundar með Reykjavíkurborg

19 feb. 2019

Fyrsti fundur samninganefnda Sameykis var haldinn í gær með samninganefnd Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg kynnti markmið sín í kjaraviðræðunum og formaður samninganefndar Sameykis, Garðar Hilmarsson kynnti kröfur félagsins í komandi viðræðum.

Samninganefnd Sameykis fundar með Reykjavíkurborg

Laust pláss á námskeið

18 feb. 2019

Það hafa losnað pláss á Gott að vita námskeið í tálgun sem hefst á miðvikudaginn 21. febrúar.

Laust pláss á námskeið

Ofurlaun vanvirðing við launafólk

15 feb. 2019

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segist fordæma þá ofurlaunastefnu sem bankastofnanir í eigu ríkisins hafa kosið að taka. Laun bankastjóra séu langt umfram það sem eðlilegt getur talist og fréttir af launahækkunum um tugi prósenta eru hrein vanvirðing við allan þorra launafólks.

Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimsótt

14 feb. 2019

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður heimsóttu skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og hittu þar Aldísi Hafsteinsdóttir formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ingu Rún Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs og formann samninganefndar sambandsins og Karl Björnsson framkvæmdastjóra.

Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimsótt

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

12 feb. 2019

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa fyrir morgunfundi á Grand Hótel 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.  Aðalfyrirlesari á morgunfundinum er Vanessa King, þekktur fyrirlesari og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum, en Vanessa er hér á landi að kenna í Jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

Umsóknir orlofshúsa um páska

07 feb. 2019

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til og með 4. mars. Tímabil páskaleigu er 15. apríl – 22. apríl 2019, þ.e. frá mánudegi til mánudags. Páskatímabilinu er úthlutað í einu tímabili og fyrrum St.

Umsóknir orlofshúsa um páska

Leiðrétting á stóru skattatilfærfslunni

07 feb. 2019

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir.  Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag.

Leiðrétting á stóru skattatilfærfslunni

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

07 feb. 2019

Borgarstjóri tók við bréfi úr höndum þeirra Árna Stefáns Jónssonar formanns Sameykis og Garðars Hilmarssonar varaformanns síðdegis í gær en í bréfinu var m.a. formleg tilkynning þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sé orðin að veruleika.

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

06 feb. 2019

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sé nú orðin að veiruleika.

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Stjórnarfundur Sameykis

06 feb. 2019

Fyrsti fundur stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónstu var haldinn í gær. Á fundinum var skipað í embætti ritara og skipaðir voru fulltrúar félagsins í nendir á vegum BSRB. Fjallað var um kjaramál og stöðuna í komandi kjarasamningum, kynnt voru orlofskostir sameinaðs félags fyrir stjórnarmönnum og tekin ákvörðun um orlofskerfi sem á að nota.

Stjórnarfundur Sameykis