2005

Viðræður í gangi

21 des. 2005

Viðræður við Strætó bs, Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafnir eru í fullum gangi og af endurnýjuðum krafti nú eftir að kjarasamningur félagsins við Reykjavíkurborg hefur verið samþykktur og er sá samningur auðvitað lagður til grundvallar af hálfu félagsins í viðræðunum.

Jólaball

20 des. 2005

Starfsmannafélag Reykjavíkubrorgar og SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu halda sameiginlegt jólaball, fimmtudaginn 29. desember 2005 kl. 16.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Hljómsveitin Saga Klass sér um að halda uppi fjörinu.

Kjarasamningur samþykktur

16 des. 2005

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning St.Rv. við Reykjavíkurborg liggur nú fyrir. Á kjörskrá voru 2525 manns. Atkvæði greiddu 1025 eða 40% félagsmanna. Samþykkir samningnum voru yfirgnæfandi eða 967 eða 94% þáttakanda.

Kosning um kjarasamninginn

12 des. 2005

Nú eru félagsmenn, starfandi hjá Reykjavíkurborg væntanlega búnir að fá senda í pósti kynning á nýgerðum kjarasamningi við Reykjavíkurborg ásamt kjörseðli. Félagsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í kosningunni.

Kynningafundur í tónabæ

09 des. 2005

Á mánudaginn 12 desember verður kynningarfundur á nýundirrituðum kjarasamningi í Tónabæ sérstaklega auglýst fyrir þá starfsmenn sem ekki komust á fyrri fundi.

Kynningar og kosning um kjarasamning

07 des. 2005

Nú er kynning á nýgerðum kjarasamningi í fullum gangi. Hófst kynningin á fundi með Fulltrúaráði og trúnaðarmönnum á Grand hotel í gær, 6. desember,  í dag 7. des. var kynning í ráðhúsi Reykjavíkur, á morgun miðvikudaginn 8. des.

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

05 des. 2005

Skrifað var undir kjarasamninga  St.Rv. við Reykjavíkurborg nokkru fyrir miðnætti í gærkvöld, sunnudaginn 4. desember í húsakynnum Ríkissáttasemjara.   Nú verður hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu sem fer þannig fram að félagsmenn munu fá send kjörgögn í pósti ásamt upplýsingum um helstu breytingar og nýjungar, sem í kjarasamningnum felast.

Gangur í samningamálum

28 nóv. 2005

Gangur samningaviðræðna 28. nóv. 2005. Hinn 23. þ.m. lagði samninganefnd St.Rv. svar við tilboði borgarinnar um nýjan kjarasamning. Samninganefndin lagði mikla vinnu og metnað í gagntilboðið og hefur hagfræðingur BSRB, Hildigunnur Ólafsdóttir unnið með nefndinni og lagt okkur til útreikninga á einstökum kostnaðarþáttum og tilboðinu í heild.

Samningaviðræður við Reykjavíkurborga

24 nóv. 2005

Kjarasamningsviðræður við Reykjavíkurborg eru í fullum gangi. Síðasti fundur var miðvikudaginn 23. nóvember þar sem samninganefnd St.Rv. svaraði fyrsta tilboði Reykjavíkurborgar og væntum við þess að funda fljótlega aftur.

Hæfnislaun b í framkvæmd

24 nóv. 2005

 Í síðasta kjarasamningi var samið um tvenns konar hæfnislaun það er hæfnislaun a sem eru launaflokkar sem greiddir eru vegna starfsaldurs hjá Reykjavíkurborg ásamt þátttöku í símennun en þeir hafa þegar komið til greiðslu.