2008

Blóðsúthellingunum á Gaza mótmælt

30 des. 2008

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza verður haldinn á Lækjartorgi í dag, þriðjudag 30. desember kl. 16. Kröfur dagsins eru: Stöðvið fjöldamorð  Ísraelshers á Gaza. Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael.

Samningar við Launanefnd sveitarfélaga

23 des. 2008

Í gær náðust samningar við Launanefnd sveitarfélaga fyrir félagsmenn St.Rv. hjá Slökkviliði og hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Samningarnir eru á sömu nótum og þeir kjarasamningar sem hafa verið gerðir undanfarið.

Jólasveinn á Úlfsljótsvatn

17 des. 2008

Séðst hefur til jólasveinsins Stekkjastaurs á Úlfljótsvatni. Félagsmaður náði að festa hann á filmu. Hann var ansi hress.

Uppselt á jólaball

16 des. 2008

Jólaball á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR verður haldið á Hótel Sögu Súlnasal þriðjudaginn 30. desember kl. 16- 18. Hljómsveit hússins mun spila undir dansi. Jólasveinar koma í heimsókn.

Atkvæðagreiðsa um kjarasamning við Reykjavíkurborg

12 des. 2008

Akvæðagreiðslu og talningu atkvæða um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborgar er lokið. Hér koma niðurstöður úr atkvæðagreiðslu: Á kjörskrá voru 3.055. Atkvæði greiddu 880 eða 28.81% 825 greiddu atkvæði með samningnum eða 93.8% 49 greiddu atkvæði á móti samningnum eða 5.6% Auðir og ógildir voru 6 eða 0.

Ólöglegt að skerða kjarasamningsbundin kjör

12 des. 2008

Stjórn BSRB varar við einhliða ákvörðunum stjórnenda fyrirtækja og stofnana um að lækka kjarasamningsbundin laun og skerða kjör til að mæta þverrandi tekjum. Ólöglegt er með öllu að skerða kjarasamningsbundin kjör starfsmanna.

Kjarasamningur St.Rv. við Strætó bs.

12 des. 2008

Kosningu er lokið og atkvæði hafa verið talin, á kjörskrá voru 207, þar af greiddu 48 atkvæði eða 23,2%. Já sögðu 41 eða 85,4%, nei sögðu 7 eða 14,6%. Auðir seðlar og ógildir voru engir. Samningurinn telst því samþykktur af hálfu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Kjarasamningur við LN vegna félagsmanna á Akranesi

11 des. 2008

Kosningu er lokið og atkvæði hafa verið talin, á kjörskrá voru 244, þar af greiddu 64 atkvæði eða 26%. Já sögðu 61 eða 95,3%, nei sögðu 3 eða 4,7%.  Auðir seðlar og ógildir voru engir. Samningurinn telst því samþykktur af hálfu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Vinnumarkaðurinn og atvinnuhorfur framundan

09 des. 2008

Opinn fundur verður á vegum BSRB fimmtudaginn 11. desember kl. 16:30 - 18:00 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er „Vinnumarkaðurinn og atvinnuhorfur framundan.“ Framsögur hafa Gylfi Dalmann dósent við Háskóla Íslands og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.