2009

Upplestur jólabóka og BSRB kórinn

07 des. 2009

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum og vinum þeirra upp á kvöldstund með upplestur úr jólabókum og söng BSRB kórsins fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Þórarinn Eldjárn les upp úr bók sinni Alltaf sama sagan og Hlín Agnarsdóttir les upp úr bók sinni Blómin frá Maó.

Vorönn trúnaðarmannafræðslu BSRB og Félagsmálaskólans

02 des. 2009

Trúnaðarmannafræðslan sem BSRB og Félagsmálaskóli alþýðu bjóða upp á er metin til 10 eininga á framhaldsskólastigi. Námskeiðið er í sex þrepum. Í fyrsta hlutanum er lögð höfuðáhersla á vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna, störf og stöðu trúnaðarmannsins og samskipti á vinnustað.

Skerðingu greiðslna í fæðingarorlofi mótmælt

26 nóv. 2009

Ályktun stjórnar BSRB um skerðingu greiðslna í fæðingarorlofi BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem hefur verið lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur vakið mikla athygli hjá öðrum þjóðum og hefur verið horft til þess sem fyrirmynd.

Hagsmunafélag faglærðra matreiðslumanna

09 nóv. 2009

Á fjölmennum fundi 5. nóv. s.l. var formlega stofnað hagsmunafélag faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur. Tilgangur félagsins er að efla samheldni félagsmanna auka færni og þekkingu og stuðla að bættum hag þeirra.

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

26 okt. 2009

Elín Björg Jónsdóttir formaður FOSS var kjörin formaður BSRB með 52,38% atkvæða rétt í þessu eða 132 atkvæði af 252. Hún náði kjöri í fyrstu umferð. Árni Stefán Jónsson formaður SFR fékk 82 atkvæði eða 32,54% og Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar fékk 38 atkvæði eða 15,08%.

42. þing BSRB sett

21 okt. 2009

Ögmundur Jónasson formaður BSRB setti þingið sem sem stendur yfir á Grand hóteli frá 21. okt til 23. október 2009. Ögmundur hættir nú sem formaður BSRB eftir að hafa gegnt því starfi í 21 ár og var honum þökkuð vel unnin störf með dynjandi lófaklappi og reis þingheimur jafnframt úr sætum.

Yfirlýsingar stjórnvalda þverbrotnar

20 okt. 2009

  Ályktunin fer hér á eftir: Stjórn BSRB krefst þess að stjórnvöld virði yfirlýsingar sem þau hafa gefið um að verja störf og kjör láglauna- og meðaltekjufólks. Lítils samræmis virðist gæta milli stefnumörkunar stöðugleikasáttmálans sem ríki og sveitarfélög skrifuðu undir í júní og hvernig niðurskurður opinberra aðila birtist í framkvæmd.

Laust á námskeið í október

19 okt. 2009

Gott að vita námskeiðin eru í boði fyrir félagsmenn SFR og St.Rv. allan veturinn. Í október eru nokkur laus pláss á eftirfarandi námskeið; Hvort ég get - ekki málið, hefst 20. október. Um er að ræða mjög gagnlegt 4ra kvölda námskeiðið sem miðar að því að auka sjálfstraust einstaklinga, gera þá öruggari og ánægðari með sig.