2011

BSRB krefst sambærilega leiðréttinga á launum

23 des. 2011

Fram kemur á á vef BSRB að bandalagið telur þá ákvörðun kjararáðs að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum einnig hljóta að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB.

Ályktað um Úlfljótsvatn

15 des. 2011

Fundur fulltrúaráðs St.Rv. haldinn 15. desember 2011 leggur áherslu á mikilvægi þess afnotaréttar að landsvæði við Úlfljótsvatn, sem borgarráð gaf félaginu árið 1969, og stendur heilshugar að baki stjórn félagsins við að verja hann.

Fundað í fulltrúaráði

15 des. 2011

Ályktun hljómar svo:  Fundur fulltrúaráðs St.Rv. haldinn 15. desember 2011 leggur áherslu á mikilvægi þess afnotaréttar að landsvæði við Úlfljótsvatn, sem borgarráð gaf félaginu árið 1969, og stendur heilshugar að baki stjórn félagsins við að verja hann.

Jólablað í prentun

15 des. 2011

Blað stéttarfélaganna sem gefið er út af St.Rv. og SFR er nú í prentun og ætti að berast félagsmönnum fyrir jól. Efni blaðsins er fjölbreytt að venju. Þar má m.a. finna viðtal við Gissur Pétursson forstjóra Vinnumálastofnunar, grein um nýsköpun í opinberum rekstri, jólabókahugleiðing eftir Úlfhildi Dagsdóttur, heimsókn til trúnaðarmanna á Landspítalanum, frásögn nokkurra matreiðslumanna um ferð þeirra til Finnlands og margt fleira.

Miðar á jólaballið komnir í sölu

06 des. 2011

Jólaball félagsins verður haldið að Gullhömrum fimmtudaginn 29. desember kl. 17. Sala miða hefst í dag 6. desember, en miðinn kostar 700 kr fyrir bæði börn og fullorðna.

Fulltrúar og trúnaðarmenn á námskeiði

05 des. 2011

Þriggja daga trúnaðarmannanámskeið SFR og St.Rv. var haldið í síðustu viku. Hópur nýrra og eldri trúnaðarmanna beggja félaga  tóku þátt og gerðu að námskeiðinu góðan róm.  Meðal þess sem farið var yfir á námskeiðinu var kynning á félögunum og lífeyrissjóðunum, þjálfun í kjarasamningum og leiðtogaþjálfun sem þau Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson sáu um.

Desemberuppbót og sérstakar eingreiðslur

29 nóv. 2011

Desemberuppbót 2011 greiðist 1. desember. Þeir sem eru á kjarasamningum félagsins við Reykjavíkurborg, Strætó bs og Faxaflóahafnir eru 54.000 kr miðað við fullt starf. Sérstök eingreiðsla verður 1. febrúar fyrir þessa aðila og einnig fyrir þá sem eru á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nýtt fulltrúaráð tekur við

21 nóv. 2011

Miðvikudaginn 23. nóvember er fyrsti fundur nýs fulltrúaráðs og fráfarandi fulltrúar kveðja. Fundurinn hefst kl. 14 að Grettisgötu 89, 1 hæð, á kynningarfundi fyrir nýja fulltrúa endurkjörnir fulltrúar mæta til fundar kl.

Opinn fundur um verðtryggingu

21 nóv. 2011

BSRB efnir til opins fundar um verðtryggingu,  miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12:00 - 13:20, í BSRB-húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um verðtryggð og óverðtryggð lán, kosti og galla verðtryggingarinnar og hvort raunhæft sé að afnema hana í náinni framtíð.

Aðventukvöld

16 nóv. 2011

Jón Kalman mun lesa upp úr nýjastu bók sinni sem heitir Hjarta mannsins, en hún er sjálfstætt framhald bókanna Himnaríki og helvíti og Harmur englanna. Sigríður Víðis gaf nýlega út bókina Ríkisfang: Ekkert, en þar segir hún sögu flóttakvennanna sem flúðu skelfilegar aðstæður í Al Waleed flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi og hafa búið sér líf þar, en bókin hefur vakið verðskuldaða athygli.