03 2012

Launakönnun frestur framlengdur

16 mar. 2012

St.Rv. leggur nú annað árið í röð af stað með launakönnun fyrir félagsmenn og verður könnunin send félagsmönnum nú í febrúar.  Einnig verður lögð fyrir félagsmenn könnunin „Stofnun ársins“ og verður valin fyrirmyndarstofnun úr fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar og Akranesskaupstaðar.

PÁSKAEGGJA BINGÓ

15 mar. 2012

Laugardaginn 17. mars kl. 14 standa Menningar- og skemmtinefndir St.Rv. og SFR fyrir páskaeggjabingói. Bingóið er að Grettisgötu 89, 1 hæð. Fjöldi páskaeggja eru í verðlaun. Hvetjum félagsmenn til þess að mæta með börnin sín.

Góð mæting á atvinnumessu

09 mar. 2012

Mikið fjölmenni var á Atvinnumessu sem haldin var í Laugardalshöll 8. mars s.l. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var mætt á staðinn og tók á móti fólki með upplýsingar um félagið og þjónustu þess.

Laun opinberra starfsmanna dragast aftur úr

09 mar. 2012

Fjallað eru um launamun á launum á almennum og opinberum markaði á heimasíðu BSRB þar kemur fram að umsamin launakjör í kjarasamningum opinberra starfsmanna árið 2011 voru sambærileg og í kjara­samningum á almennum vinnumarkaði.

Opinn sjóðsfélagafundur

08 mar. 2012

Haldinn verður opinn fundur á Grand Hóteli við Sigtún, 13. mars nk. kl. 17.00. Farið verður yfir rekstur og afkomu Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og lífeyrissjóða í hans rekstri í ljósi nýútkominnar skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Aðalfundur (2)

08 mar. 2012

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var haldinn í gær, miðvikudaginn 7. mars. Garðar Hilmarsson formaður fór yfir helstu atriði úr skýrslu stjórnar sem lá frammi fyrir fundinum og hafði verið send öllum félagsmönnum í Fréttabréfi félagsins.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

06 mar. 2012

Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Boðið er til glæsilegrar dagskrár í Iðnó 8. mars kl. 17 undir heitinu "Vorið kallar". Ávörp halda Védís Guðjónsdóttir, Sigríður Rut Hilmarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Suomia Islami, Claudia Ashonie og Guðrún Hannesdóttir.

Fundur með atvinnuleitendum

01 mar. 2012

Ásdís Olsen fjallaði um núvitund og gaf hópnum 10 hamingjuráð. Fram kom í erindi hennar að núvitund merkir að vera til staðar í lífinu sínu á líðandi stund. Núvitund er að taka athyglina frá huganum um stund og leyfa sér að hafa athyglina við skynjun sína og tilfinningar.