06 2012

Minnum á happadrætti

29 jún. 2012

Launakönnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar lauk snemma í vor og viljum við þakka þeim félagsmönnum sem gáfu sér tíma til þess að svara henni. Dregin voru út  númer í happadrættinu þar sem veittir eru glæsilegir ferðavinningar.

Ríki og sveitarfélög verða að koma að málefnum leigjenda

29 jún. 2012

Á heimasíðu BSRB kemur fram að BSRB hefur barist fyrir því undanfarin ár að ríki og sveitarfélög komi í auknu mæli að málefnum leigjenda. Ný könnun sem Capacent hefur framkvæmt fyrir BSRB sýnir að um 22% þeirra sem nú búa í eigin húsnæði gætu hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkað næst ef búsetuöryggi þeirra í leiguhúsnæðinu væri tryggt.

Blað stéttarfélaganna í prentun

07 jún. 2012

Þriðja tölublað Blaðs stéttarfélganna 2012 sem St.Rv. og SFR gefa út er nú í prentun. Í blaðinu er ma. ítarleg umfjöllun um  Stofnun ársins borg og bær og Stofnun ársins- ríki og heimsóknir til vinningshafa á Akranesi, þá er einnig fjallað um vinnu starfshóps um endurskoðun á lögum um almannatryggingum, félag ungra blóðgafa kynnt og margt fleira.