14 des. 2012

Starfsmannafélag Seltjarnarness og Starsmannafélag Reykjavíkurborgar sameinast

Formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, Ingunn H.Þorláksdóttir, og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Garðar Hilmarsson, undirrituðu samkomulag um sameiningu félaganna tveggja frá og með næstu áramótum undir nafni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.  Félagar í Starfsmannafélagi Seltjarnarness munu því frá 1. janúar n.k. tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Auka aðalfundur var haldinn í Starfsmannafélagi Seltjarnarness vegna tillögu um að sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.  Þar var kosið  um sameininguna. Alls greiddu 30 manns atkvæði á fundinum, 22 voru fylgjandi sameiningunni á meðan 8 greiddu atkvæði á móti.

Á fulltrúaráðsfundi  hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkuundefinedrborgar á þriðjudag var sameiningin síðan samþykkt af  hálfu félagsins með öllum greiddum atkvæðum.

Frá og með áramótum munu  félagar Starfsmannafélags Seltjarnarness því tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar en þeir eru um 120 talsins. Ingunn verður fulltrúi fyrrum félagsmanna St. Seltjarnarness í mannauðssjóði Samflots og Samflots bæjarstarfsmannafélaga þar til núgildandi kjarasamningur rennur út  2014.  Þess má geta að um áramót 2007 sameinuðust Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélag Akraness með ámóta hætti.