2013

Áramótaávarp formanns BSRB

30 des. 2013

Á heimasíðu BSRB er birt áramótaávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. Þar fjallar hún m.a. um gerð mikilvægi þess að vanda til verka við gerð kjarasamninga til lengri tíma og hversu mikilvægt er að gera körlum kleift að verja auknum tíma með fjölskyldum sínum með sveigjanlegri og fyrirsjáanlegri vinnutíma, mikilvægi á góðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs og hvernig jafnræði á heimilum fólks skilar sér í auknu jafnrétti á vinnumarkaði.

Kjarasamningar

23 des. 2013

Nú hafa ASÍ og SA undirritað kjarasamning. Um er að ræða aðfararsamning sem felur í sér 2,8% launahækkun. Launataxtar munu að lágmarki hækka um 8.000 kr en launataxtar undir 230.000 munu hækka um 1.750 kr.

Vel heppnað jólaball

20 des. 2013

Hér koma nokkrar myndir frá jólaballi félagsins sem var haldið í samvinnu við SFR. Prúðbúnir félagsmenn og börn voru mætt og ekki vantaði jólasveinana.

Blað stéttarfélaganna er komið út

10 des. 2013

Í blaðinu að þessu sinni er Andri Snær Magnason með pistil. Fjallað er um samningaviðræður, starfsmat og þróun þess auk margra áhugaverðra mála.

DESEMBERUPPBÓT

27 nóv. 2013

Þann 1. desember fá starfsmenn greidda desemberuppbót á laun. Desemberuppbótin er miðuð við fullt starf tímabilið frá 1 janúar til 31. október. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall.

Aðventukvöld 5. desember

27 nóv. 2013

Aðventukvöld St.Rv. og SFR verður haldið fimmtudaginn 5. desember, kl. 20:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á sannkallaða aðventustemmingu með heitu súkkulaði og smákökum undir ljúfum upplestri úr nokkrum nýjum jólabókum.

Stöndum við stóru orðin

11 nóv. 2013

BSRB ætlar næstu vikurnar að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar að rifja upp kosningaloforð sín. Bandalagið býður fólki að slást með í för til að hvetja þingheim til að standa við þessi loforð. Allt mun þetta fara fram á nýrri Facebook-síðu BSRB sem finna má hér.

Fréttir af Fulltrúaráðskosningum

05 nóv. 2013

Í flestum deildum félagsins fara nú fram rafrænar kosningar í Fulltrúaráð 2013 -2015. Allir félagsmenn eiga rétt á að kjósa sér fulltrúa/trúnaðarmann í sinni starfsdeild en félaginu er skipt upp í starfsdeildir m.

Lífeyrissjóður með "Opið hús"

31 okt. 2013

Opið hús verður þriðjudaginn 5. nóvember, til kl. 19.00, hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar á skrifstofu sjóðanna, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Málþing um heilbrigðisþjónustu

28 okt. 2013

Málþing um heilbrigðisþjónustu   Málþing um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu og þann mannauð sem þar starfar verður haldið á vegum BSRB að Grettisgötu 89,  þann 31. október 2013. Dagskráin hefst kl.