01 2013

Endurskoðun kjarasamninga: Samningseiningafundur BSRB á morgun

22 jan. 2013

„Endurskoðunarákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BSRB eru tengd endurskoðunarákvæðum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þar sem það liggur fyrir að gerðar hafa verið breytingar á samningstímanum á almennum vinnumarkaði þýðir það jafnframt að við förum í viðræður við félögin okkar um hvernig við munum bregðast við þessu," segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB um næstu skref varðandi breytta kjarasamninga fyrir aðildarfélög bandalagsins.

Hafin skráning á "Gott að vita"

22 jan. 2013

Þriðjudaginn 22. janúar hefst skráning á námskeið fyrir félagsmenn, þeim að kostnaðarlausu. Mörg áhugaverð námskeið eru í boði. Skoðið dagskrá og sjáið hvort ekki sé eitthvað sem vekur áhuga ykka. Mörg námskeiðanna fyllast strax og opnað er fyrir skráningu.

Blað stéttarfélaganna

21 jan. 2013

Nú mega félagsmenn á næstu dögum eiga von á Blaði stéttarfélaganna ásamt félagsskírteini með nýju félagsnúmeri sem gengur inn á orlofsvefinn. Í blaðinu er m.a. dagskrá, námskeiða "Gott að vita", umfjöllun um kjarakönnun, lögfræðingur fjallar um foreldraorlof og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur fjallar um það að takast á við nýtt ár.