02 2013

Niðurstöðurnar nýtast þér – hvert svar skiptir máli!

20 feb. 2013

Nú eru að hefjast útsending á könnun til félagsmanna. Með þátttöku í „Stofnunin þín - bær og borg“ og launakönnun St.Rv. leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra vinnuumhverfi og bættum starfskjörum.

Niðurstaða liggur fyrir hjá Reykjavíkurborg

19 feb. 2013

Nú hefur forsendunefnd Reykjavíkurborgar og Bandalög þeirra stéttarfélaga sem gera samninga við Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um niðurstöður sem eru í takt við það sem gert var á almenna markaðnum.

Átaksverkefnið Liðsstyrkur

15 feb. 2013

Átaksverkefnið Liðsstyrkur miðar að því að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Tilkynning frá kjörstjórn St.Rv.

07 feb. 2013

Framboðsfresti til stjórnar- kjörs lauk, kl. 16 miðvikudaginn 6. febrúar þá höfðu engin mótframboð borist. Því eru þeir, sem uppstillinganefnd stillti upp til setu í stjórn St.Rv. næstu tvö ár, sjálfkjörnir.

LAUNAKÖNNUN OG STOFNUN ÁRSINS

01 feb. 2013

Núna í febrúar og fram í mars fer fram launakönnun og spurningar til félagsmanna vegna „Stofnunar ársins borg og bær“.