20 feb. 2013

Niðurstöðurnar nýtast þér – hvert svar skiptir máli!

Nú eru að hefjast útsending á könnun til félagsmanna. Með þátttöku í „Stofnunin þín - bær og borg“ og launakönnun St.Rv. leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra vinnuumhverfi og bættum starfskjörum. Stofnun ársins segir stjórnendum hvað vel er gert og hvað má betur fara.  Launakönnun St.Rv. veitir þér upplýsingar um laun og vinnutíma St.Rv. félaga. Þar sérð þú hvað aðrir eru að fá í laun sem eru í svipuðum störfum og þú.