06 2013

Úlfljótsvatnshátíð

26 jún. 2013

Helgina 6. - 7. júlí verður Úlfljótsvatnshátíð undir nafninu "Brú til borgar". Boðið er upp á glæsilega dagskrá báða dagana og hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér hana og fjölmenna á svæðið.

Þjónustukönnun St.Rv.

25 jún. 2013

Nú er félagið að gera stutta könnun meðal úrtaks úr hópi félagsmanna og trúnaðarmanna um þjónustu félagsins og vilja félagsmanna til þess að það hafi samvinnu við önnur félögu innan BSRB. Við hvetjum félagsmenn sem eru í úrtakinu til þess að taka þátt og hafa þannig áhrif á starfssemi og stefnu félagsins.

Dagleiguhús

24 jún. 2013

Enn eru einhverjir dagar lausir yfir sumarið í svokölluðum dagleiguhúsum, en þar er hægt að leigja orlofshús í allt niður í einn sólarhring. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með á orlofsvef félagsins.

Jafnlaunaátak á Landspítala

18 jún. 2013

Samkomulag var undirritað í síðustu viku við Landspítala vegna jafnlaunaátaks ríkisstjórnarinnar í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Breyting var gerð á stofnanasamningi og munu hækkanir verða frá 1. mars 2013. Fyrirhugaður er fundur með Heilbrigðisstofnun Vesturlands í lok næstu viku.

Frístundamiðstöðin Frostaskjól Stofnun ársins

07 jún. 2013

Þau leiðu mistök urðu við val Stofnunar ársins borg og bær að Frístundamiðstöðin Frostaskjól var flokkuð meðal minni stofnana, en hún á heima í hópi stærri stofnana. Því hefur stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkuborgar komist að þeirri niðurstöðu að veita tvenn verðlaun í 1. sæti í hópi stærri stofnana.