31 okt. 2013

Lífeyrissjóður með "Opið hús"

Opið hús verður þriðjudaginn 5. nóvember, til kl. 19.00, hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar á skrifstofu sjóðanna, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Þar gefst sjóðfélögum kostur á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín. Einnig verður kynntur endurnýjaður fræðsluvefur um lífeyrismál, Gott að vita. Heitt verður á könnunni og eru allir sjóðfélagar hjartanlega velkomnir!