27 nóv. 2013

DESEMBERUPPBÓT

Þann 1. desember fá starfsmenn greidda desemberuppbót á laun. Desemberuppbótin er miðuð við fullt starf tímabilið frá 1 janúar til 31. október.
Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall.  Tímavinnufólk þarf að hafa skilað 1504 dagvinnustundum á tímabilinu 1. janúar til 31. október til að fá 100% desemberuppbót.  Tímavinnustarfsmaður sem vinnur færri klukkustundir á tímabilinu fær greitt hlutfallslega. 

Desemberuppbót 2013
Reykjavíkurborg 58.000
Strætó bs. 58.000
Akreaneskaupstaður 80.700
Faxaflóahafnir 58.000
Félagsbústaðir 78.000
Innh.st. Sveitarfél. 80.700
Orkuveita Reykjavíkur 61.000
Slökkvilið Höfuðb. 96.414
Landspítali og HVE 52.000