05 nóv. 2013

Fréttir af Fulltrúaráðskosningum

Í flestum deildum félagsins fara nú fram rafrænar kosningar í Fulltrúaráð 2013 -2015. Allir félagsmenn eiga rétt á að kjósa sér fulltrúa/trúnaðarmann í sinni starfsdeild en félaginu er skipt upp í starfsdeildir m.a. eftir sviðum eða viðsemjendum. Kosningum er þegar lokið í 9. deild Strætó, 10. deild Menninga og ferðamálasviði, 11. deild eftirlaunahóps, 14. deild á Seltjarnarnesi. Deild 5. sem í eru starfsmenn Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Félagsbústaða og 3. deild Faxaflóahafnir velja sér trúnaðarmenn.