2013

Hugmyndabanki vegna komandi kjarasamninga

10 sep. 2013

Hér gefst félagsmönnum tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum og ábendingar vegna komandi kjarasamninga. Samninganefndir félagsins munu svo nota þessar hugmyndir og ábendingar í sinni markmiðssetningu.

Niðurstöður úr launakönnun BSRB

04 sep. 2013

BSRB hefur birt niðurstöður launakönnunar fyrir árið 2013. Á heimasíðu bandalagsins kemur fram að konur hafa 27% lægri laun er karlar, meðal fólks í fullu starfi. Meðallaun kvenna innan BSRB eru 346.724 krónur á mánuði á meðan mánaðarlaun karla eru 474.945 krónur.

Launakönnun í vinnslu

03 sep. 2013

Nú hefur félagið fengið launakönnun sem gerð var meðal félagsmanna af Capacent.  Verið er að vinna úr niðurstöðum sem verða kynnt fyrir félagsmönnum von bráðar. Hefst kynning á fundi með fulltrúum og trúnaðarmönnum 10. september.

NTR í Reykjavík

30 ágú. 2013

Nú er lokið vel heppnaðri ráðstefnu bæjarstarfsmanna á norðurlöndunum sem haldin var að þessu sinni í Reykjavík. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir. Andri Snær Magnason heillaði fólk með sínum áhugaverða fyrirlestur.

Ráðstefna bæjarstarfsmannafélaga norðurlandanna á Íslandi

23 ágú. 2013

Ráðstefna bæjarstarfsmannafélaga á Norðurlöndum á Íslandi Forseti Norðurlandaráðs á meðal þeirra sem heldur erindi     Árleg ráðstefna NTR, Nordisk Tjänstemannsråd, fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 25. til 28. ágúst á Hilton Reykjavík Nordica.

Þjónustu könnun lokið

22 ágú. 2013

Við viljum þakka þeim félagsmönnum sem tóku þátt í þjónustukönnun félagsins fyrir framlag sitt sem er mikilvægt. Nú hafa niðurstöður borist félaginu frá Capacent. Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hefur farið yfir niðurstöður á fundi sínum.

Enn stendur yfir þjónustukönnun

04 júl. 2013

Félagið að gera stutta könnun meðal félagsmanna um þjónustu félagsins og vilja félagsmanna til þess að það hafi samvinnu við önnur félögu innan BSRB. Við hvetjum félagsmenn sem eru í úrtakinu til þess að taka þátt og hafa þannig áhrif á starfssemi og stefnu félagsins.

Blað stéttarfélaganna í prentun

01 júl. 2013

Blað stéttarfélaganna mun berast félagsmönnum síðar í vikunni en það er nú í prentun. Blaðið er fjölbreytt að venju. Þar má m.a. finna ítarlega umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar um Stofnun ársins.

Úlfljótsvatnshátíð

26 jún. 2013

Helgina 6. - 7. júlí verður Úlfljótsvatnshátíð undir nafninu "Brú til borgar". Boðið er upp á glæsilega dagskrá báða dagana og hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér hana og fjölmenna á svæðið.

Þjónustukönnun St.Rv.

25 jún. 2013

Nú er félagið að gera stutta könnun meðal úrtaks úr hópi félagsmanna og trúnaðarmanna um þjónustu félagsins og vilja félagsmanna til þess að það hafi samvinnu við önnur félögu innan BSRB. Við hvetjum félagsmenn sem eru í úrtakinu til þess að taka þátt og hafa þannig áhrif á starfssemi og stefnu félagsins.