2013

Dagleiguhús

24 jún. 2013

Enn eru einhverjir dagar lausir yfir sumarið í svokölluðum dagleiguhúsum, en þar er hægt að leigja orlofshús í allt niður í einn sólarhring. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með á orlofsvef félagsins.

Jafnlaunaátak á Landspítala

18 jún. 2013

Samkomulag var undirritað í síðustu viku við Landspítala vegna jafnlaunaátaks ríkisstjórnarinnar í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Breyting var gerð á stofnanasamningi og munu hækkanir verða frá 1. mars 2013. Fyrirhugaður er fundur með Heilbrigðisstofnun Vesturlands í lok næstu viku.

Frístundamiðstöðin Frostaskjól Stofnun ársins

07 jún. 2013

Þau leiðu mistök urðu við val Stofnunar ársins borg og bær að Frístundamiðstöðin Frostaskjól var flokkuð meðal minni stofnana, en hún á heima í hópi stærri stofnana. Því hefur stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkuborgar komist að þeirri niðurstöðu að veita tvenn verðlaun í 1. sæti í hópi stærri stofnana.

Myndir af hátíðinni Stofnun ársins Borg og Bær

27 maí 2013

Í FLOKKI MINNI STOFNANA í fyrsta sæti var Leikskólinn Garðasel á Akranesi þarna eru fulltrúar þeirra ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Garðari Hilmarssyni formanni St.Rv.   Í öðru sæti var leikskólinn Vallarsel á Akranesi Í 3 sæti var Frístundamiðstöðin Frostaskjóli Í FLOKKI STÆRRI STOFNANA Í fyrsta sæti yfir stærri stofnanir eru Faxaflóahafnir Í öðru sæti yfir stærri stofnanir er Heilbrigðistofnun Vesturlands á Akranesi.

Faxaflóahafnir og Garðasel, Stofnanir ársins Borg og Bær 2013

24 maí 2013

Stórar stofnanir – 3 efstu með 50 starfsmenn eða fleiri 1.     sæti - Faxaflóahafnir Einkunn: 4,110 Fjöldi starfsmanna: 63 Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn.

Stofnun ársins Borg og Bær 2013

24 maí 2013

Margar áhugaverðar niðurstöður koma fram þegar könnunin er rýnd. Meðal þess sem kemur fram er að trúverðugleiki stjórnenda og aukinn sveigjanleiki er metið hærra í ár en í fyrri könnun. Yngsti hópurinn er ánægðastur og það er marktækur munur er á því hvernig yngra fólki tekst betur að samræma vinnu og fjölskyldulíf en þeim sem eldri eru.

ALLLIR VINNINGAR GENGNIR ÚT

02 maí 2013

Nú hafa allir happadrættisvinningar gengið út vegna launakönnunar og stofnunar ársins. En fyrsti vinningur var gjafakort í flug andvirði 50.000 kr, 2. vinningur var Airwaves miði, 3. og 4. vinningar voru helgi í orlofshúsi félagsins utan orlofstíma.

1. maí Blað stéttarfélaganna

29 apr. 2013

Blað stéttarfélaganna ætti nú að vera komið til félagsmanna. Blaðið er tileinkað 1. maí en þar má einnig lesa ítarlegt viðtal við formenn félaganna þá Garðar Hilmarsson formann Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og  Árna Stefán Jónsson formann SFR þar sem þeir ræða m.

1. maí í Reykjavík

26 apr. 2013

Útifundur verður haldinn á Ingólfstorgi í Reykjavík á Baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Farið verður í kröfugöngu og leggur gangan af stað frá Hlemmi kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.