2016

Lífeyrisfrumvarpið orðið að lögum

23 des. 2016

Alþingi lögfesti í gærkveldi frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það eru vonbrigði að Alþingi hafi kosið að gera ekki þær breytingar sem BSRB kallaði eftir á frumvarpinu heldur breyta lögum um lífeyrisréttindi félagsmanna bandalagsins án þess að ná sátt um þær breytingar.

Jóla og áramótakveðja

23 des. 2016

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar samstarfsmönnum, félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.

Dagbók 2017

22 des. 2016

Dagbók fyrir 2017 er komin í hús. Félagsmenn sem vilja fá vinnutímabók/dagbók St.Rv. geta nálgast hana á skrifstofu félagsins eða hringt í síma 525-8330 og fengið hana senda í pósti.

Blað stéttarfélaganna komið

22 des. 2016

Blað stéttarfélaganna er komið út og er væntanlega að berast félagsmönnum um þessar mundir. Í blaðinu er að vanda ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt, en þangað læddist einnig leiðinleg villa eins og stundum getur gerst, þ.

Blað stéttarfélaganna komið

Krafist breytinga á frumvarpi um lífeyrissjóði

20 des. 2016

Formannaráð BSRB krefst þess að alþingismenn geri mikilvægar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem rætt verður seinna í dag á Alþingi.

BSRB vill fá breytingar á frumvarpi um lífeyrismál

16 des. 2016

BSRB hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um lífeyrismál. Ljóst er að BSRB mun ekki styðja frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna nema gerðar verði á því breytingar í meðförum Alþingis.

Gleði á jólaballi

12 des. 2016

Félagsmenn skemmtu sér konunglega á jólaballi félagsins á laugardaginn síðastliðinn. Ballið var haldið í samvinnu við SFR og fullt út úr dyrum og mikil gleði við söng og dans í kring um jólatréið.

Gleði á jólaballi

Vinnustaðafundur á Höfuðborgarstofu

06 des. 2016

Fulltrúi frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar mætti á fund starfsmanna Höfuðborgarstofu í morgun. Kynntir voru helstu þættir í kjarasamningi og þjónusta félagsins. Líflegar umræður voru á fundinum og margir þættir komu fólki á óvart.

Vinnustaðafundur á Höfuðborgarstofu

Oftar úthlutað úr Vísindasjóði

02 des. 2016

Stjórn Vísindasjóðs hefur unnið að endurskoðun  úthlutunarreglna sjóðsins í samvinnu við fulltrúa og trúnaðarmenn í hópi háskólamenntaðra félagsmanna. Niðurstaða þeirrar vinnu var að halda styrkjum nokkuð óbreyttum en fjölga úthlutunardagsetningum um eina þannig að nú geta háskólamenntaðir félagsmenn sem eiga aðild að Vísindasjóði sótt um þrisvar sinnum á ári í stað tvisvar áður.

Fullu jafnrétti náð eftir 83 ár

02 des. 2016

Á  heimasíðu BSRB er sagt frá því að í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins þar sem fjallað er um stöðu jafnréttis kynjanna í 144 ríkjum er Ísland í fyrsta sæti, áttunda árið í röð. Þrátt fyrir það eru 83 ár í að fullu jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi, haldi fram sem horfir í jafnréttismálum.