05 2016

Laus orlofshús í júní

27 maí 2016

Við viljum vekja athygli félagsmanna á því að nokkuð er enn um laus orlofshús í júní hjá félaginu. Hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér það. Nú er það bara fyrstur kemur fyrstur fær.

Laus orlofshús í júní

Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður

25 maí 2016

Vegna fjárhagsstöðu Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóðs St.Rv. hefur verið lokað fyrir umsóknir í sjóðinn til 1. júní 2016. Unnið er að endurskoðun úthlutunarreglna en ljóst er að það þarf að draga úr styrkjum til félagsmanna.

Skrifstofan á Akranesi opnuð

24 maí 2016

Vegna hvassviðris hefur verið hætt við framkvæmdir á Suðurgötunni á Akranesi í dag. Skrifstofa félagsins hefur því verði opnuð aftur. Hús sem verið er að rífa við hliðina á skrifstofunni verður fjarlægt í vikunni.

Skrifstofa á Akranesi

24 maí 2016

Vegna framkvæmda í nágrenni skrifstofu félagsins á Suðurgötu á Akranesi er ekki talið óhætt að vera í húsnæðinu og því hefur skrifstofan verið lokuð sl. þriðjudag og fimmtudag. Til stóð að þessum framkvæmdum væri lokið en því miður er það ekki og er því enn lokað í dag.

ÁRSFUNDUR LSRB 2016

23 maí 2016

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn fimmtudaginn 26. maí kl. 17.00, í húsakynnum Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík.Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin.

Námsleiðir með starfi

20 maí 2016

Borgarholtsskóli býður upp á fjórar námsleiðir sem eru félagsliðanám, leikskólaliðanám, stuðningsfulltrúanám og félagsmála- og tómstundanám.  Auk þess verður boðið upp á viðbótarnám fyrir félagsliða og leikskólaliða.

Ævintýraóperan Baldursbrá

18 maí 2016

Félögum í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eru boðin vildarkjör á sýningar á  Ævintýraóperuna Baldursbrá, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 19.00, laugardaginn 21. maí 2016 kl. 14.00 og sunnudaginn 22. maí 2016 kl.

Ævintýraóperan Baldursbrá

Myndir af Stofnun ársins

13 maí 2016

Glæsilegir vinningshafar á Stofnun ársins borg og bær 2016 stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Tíu stofnanir fá viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnanir, það er fimm í flokki minni stofnana 49 starfsmenn eða færri og fimm í flokki stærri stofnan með 50 starfsmenn eða fleira.

Myndir af Stofnun ársins

Frístundamiðstöðin Kampur og Skrifstofa ÍTR Stofnanir ársins

13 maí 2016

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður úr könnuninni um Stofnun ársins Borg og bær í Hörpunni að viðstöddu fjölmenni. Stofnun ársins Borg og bær í flokki stærri stofnana er Frístundamiðstöðin Kampur með einkunnina 4,419. Stofnun ársins Borg og bær í flokki minni stofnana er Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur með einkunnina 4,902. Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára.

Frístundamiðstöðin Kampur og Skrifstofa ÍTR Stofnanir ársins