09 2016

Heildstæðir kjarasamningar

30 sep. 2016

Nú eru komnir heildstæðir og samfelldir kjarasamningar inn á vef félagsins, vegna félagsmanna hjá Reykjavíkurborg, Akranesi og Seltjarnarnesi. Tekið hefur tíma að fá viðsemjendur sem voru fram eftir sumri í kjaraviðræðum að staðfesta vinnu okkar við það að fella saman samningana.

Launakönnun birt á vef

26 sep. 2016

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar birtir nú sjöunda árið í röð niðurstöður launakönnunar. Niðurstöður leiða í ljós að heildarlaun félagsmanna hækka um 8,5% en grunnlaun um 10.5% á milli ára. Á sama tíma mældist hækkun launavísitölu Hagstofunnar fyrir allan vinnumarkaðinn um 9,4%.

Blað stéttarfélaganna

26 sep. 2016

Nú er Blað stéttarfélaganna að berast félagsmönnum. Helsta umfjöllunarefni blaðsins að þessu sinni eru niðustöður launakannana félaganna, þar sem fram kemur launaþróun, samanburður við almenna markaðinn, kynbundinn launamunur og fleira áhugavert.

Blað stéttarfélaganna

Krefjumst breytinga á fæðingarorlofskerfinu

23 sep. 2016

BSRB og ASÍ hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.

Krefjumst breytinga á fæðingarorlofskerfinu

GOTT AÐ VITA námskeiðin vinsælu

22 sep. 2016

Næstkomandi mánudag (26. sept.) kl 9.00 munum við opna fyrir skráningu á Gott að vita námskeiðunum vinsælu (ekki föstudag eins og stendur í Blaði stéttarfélaganna). Að venju eru námskeiðin haldin í samstarfi við SFR og eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

GOTT AÐ VITA námskeiðin vinsælu

Fulltrúaráð ályktar

21 sep. 2016

Á fyrsta fundi fulltrúaráðs St.Rv. var á dagskrá niðurstöður úr síðustu launakönnun, þar sem Tómas Bjarnason frá Gallup kynnti og umfjöllun um samkomulagið um breytingar á skipan lífeyrismála. Miklar umræður voru um málið og samþykkt var ályktuná fundinum.

Fulltrúaráð ályktar

Bréf frá Formanni BSRB

21 sep. 2016

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, fer yfir stöðuna í lífeyrismálum í bréfi til félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins. BSRB hefur, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna, skrifað undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um framtíðarfyrirkomulag lífeyrismála.

Bréf frá Formanni BSRB

Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

19 sep. 2016

BSRB hefur ásamt Bandalagi háskólamanna (BHM) og Kennarasambandi Íslands (KÍ) undirritað samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi. Með þessu samkomulagi er tryggt að allt launafólk í landinu njóti sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði.

Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

Samkomulag um lífeyrismál undirritað í dag

19 sep. 2016

Sam­komu­lag hef­ur náðst á milli rík­is­ins, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og sam­taka op­in­berra starfs­manna um líf­eyr­is­mál. Samn­ing­ar verða und­ir­ritaðir við BSRB, BHM og KÍ á blaðamanna­fundi sem for­sæt­is- og fjár­málaráðherra efna til fyr­ir há­degi í dag.

Stuðningi beint til þeirra tekjuhærri

07 sep. 2016

Í umsögn BSRB um frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð kemur fram hörð gagnrýni á frumvarp. "Með því að beina stuðningi stjórnvalda við húsnæðiskaupendur frá vaxtabótakerfinu yfir í að heimila fólki að nýta séreignasparnað til að kaupa fyrstu íbúð er verið að beina stuðningnum frá þeim tekjulægri til þeirra tekjuhærri, að því er fram kemur í umsögn BSRB um frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.