11 2016

Mótmæli St.Rv.

29 nóv. 2016

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur verið í sambandi við stjórnendur á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðra aðgerða kennara í skólum á morgun og mótmælt harðlega hvernig ætlast er til að félagsmenn í skólum og frístundaheimilum eiga að bjarga málum þegar kennarar ganga út.

Metaðsókn á aðventukvöld

25 nóv. 2016

Mikil stemming var á Grettisgötunni í gærkveldi á Aðventukvöldi St.Rv. og SFR.  Tríólurnar fluttu nokkur jólalög,  Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur las upp úr nýrri bók sinni Ljósin á Dettifossi, Guðrún Eva Mínervudóttir las upp úr nýrri skáldsögu, Skegg Raspútins og að lokum kom Bjartmar Guðlaugsson og las upp úr bók sinni Þannig týnist tíminn og futti nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

Metaðsókn á aðventukvöld

Jólaball

22 nóv. 2016

Hafin er sala miða á jólaball St.Rv. og SFR sem verður haldið laugardaginn 10. desember kl. 14. Ballið verður í Gullhömrum við Þjóðhildarstíg. Sala miða er á skrifstofu félagsins. Miðinn kosta 700 kr.

Jólaball

Morgunverðarfundur með félagsmönnum

22 nóv. 2016

Fríður hópur félagsmanna var mættur á morgunverðarfund hjá félaginu í morgun. Fjallað var um málefni félagsins og um aðstæður á vinnustað. Athyglisvert var að heyra hversu margir félagsmenn upplifa mikið álag á starfsstöðunum.

Morgunverðarfundur með félagsmönnum

Morgunverðarfundir

21 nóv. 2016

Hópi af félagsmönnum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hefur á síðustu dögum verið boðið að koma á morgunverðarfund til félagsins á Grettisgötu 89 þar sem þeir fá tækifæri til þess að ræða um starfssemi félagsins.

Aðventukvöld á fimmtudag

21 nóv. 2016

Við ætlum að eiga saman notalega aðventustund á Grettisgötunni næstkomandi fimmtudagskvöld 24.  nóvember kl 20:00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur, upplestur og tónlist. Allir félagsmenn St.

Starfsdagur fulltrúaráðs

16 nóv. 2016

Starfsdagur fulltrúa og trúnaðarmanna félagsins er haldinn í dag undir yfirskriftinn "Félag fyrir félagsmenn".  Dagurinn hófst á erindi um vinnumarkaðinn og stéttarfélög, Gylfi Dalmann vinnumarkaðsfræðingur.

Starfsdagur fulltrúaráðs

Laus orlofshús

16 nóv. 2016

Tvö vinsæl orlofshús losnuðu óvænt um helgina þetta eru  Akrasel sem er við Álftavatn og Úthlíð í Biskupstungum. Það eru einnig laus hús á Úlfljótsvatni og í Munaðarnesi. Hægt er að ganga frá pöntum hér á vefnum.

Starfslokanámskeið hjá Brú lífeyrissjóði

15 nóv. 2016

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok 21. nóvember n.k. í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík Á námskeiðinu verður farið yfir hvar helstu upplýsingar um réttindi sjóðfélaga er að finna ásamt því að svara spurningum frá sjóðfélögum um lífeyrismál.

Starfslokanámskeið hjá Brú lífeyrissjóði

Skrifstofa á Akranesi

14 nóv. 2016

Skrifstofan á Akranesi verður lokuð á morgun þriðjudaginn 15. nóvember við biðjum félagamenn á Akranesi að vera í sambandi við skrifstofuna í Reykjavík í síma 525-8330 ef þeir þurfa á þjónustu að halda.