03 2018

AÐALFUNDUR 2018

28 mar. 2018

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl kl. 17 að Grettisgötu 89. Á dagskrá aðalfundar er skýrsla um félagsstarfið, ársreikningar félagsins, tillögur að lagabreytingum, ákvörðun um árgjöld, tilkynnt kosningarúrslit til stjórnar, kosning skoðunarmanna, kosning fulltrúa á þing BSRB, kosning fulltrúa í stjórn Styrktarsjóðs St.

STOFNUN ÁRSINS - ÞÍN KÖNNUN

26 mar. 2018

Nú fer hver að verða síðastur að taktu þátt í könnun félagsins sem Gallup sendir til félagsmanna. Þetta er þín könnun láttu þig starfsumhverfi þitt varða og taktu þátt. Nú stendur yfir könnun St.Rv. um stofnun ársins borg og bær og launakönnun, en hún hefur verið send út til allra félaga rafrænt í tölvupósti.

Laus orlofshús

23 mar. 2018

það eru enn nokkur laus orlofshús um helgina og einnig um helgina og fram á miðvikudag. Hægt er að ganga frá leigu á orlofsvef félagsins http://orlof.is/strv/. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Laus orlofshús

Troðfullt á Páskabingó

17 mar. 2018

Það fylltist allt húsið á Grettisgötunni af félagsmönnum á páskabingóið í dag. Öll spjöld voru seld og mikil stemming í hópnum. Rut Ragnarsdóttir fulltúi úr menningar og skemmtinefnd stýrði bingóinu og var með alls lags aðferðir við spilamennskuna sem vakti kátínu í hópnum.

Könnun til félagsmanna

16 mar. 2018

Nú ættu félagsmenn að hafa fengið könnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar senda frá Gallup.  Þeir félagsmenn sem geta tekið þátt þurfa að vera í starfshlutfalli og hafa verið komnir inn á félagsskrá í nóvember.

Könnun til félagsmanna

Raunfærnimat

16 mar. 2018

Starfar þú í leikskóla, frístundaheimili, félagsmiðstöð, grunnskóla eða við umönnun en hefur ekki lokið stúdentsprófi? Mímir símenntunarmiðstöð er að fara af stað með að meta reynslu á móti menntun.

PÁSKABINGÓ

13 mar. 2018

Nú er komið að því árlegt páskabingó St. Rv. og SFR verður haldið laugardaginn 17.mars næstkomandi kl. 14 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Húsið opnar kl. 13:30. Félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomin á meðan húsrúm leyfir og því mikilvægt að koma tímanlega.

PÁSKABINGÓ

Niðurstaða kosningar til stjórnar St.Rv. 2018

09 mar. 2018

Nú liggur niðurstaða kosningar til stjórnar St.Rv. 2018-2020 fyrir. Á kjörskrá voru 5066 félagsmenn og þar af kusu 523 eða 10,32%. Niðurstöður voru eftirfarandi:1. Sigrún Helga Jónsdóttir skrifstofustjóri í Foldaskóla í Reykjavík 456 atkvæði2. Rut Ragnarsdóttir barnabókavörður á Borgarbókasafni 454 atkvæði3. Herdís Jóhannsdóttir gjaldkeri á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar 451 atkvæði4. Ingibjörg Sif Fjeldsted bókari hjá Orkuveitu Reykjavíkur 421 atkvæði5. Bryngeir A.

KONUR GEGN KÚGUN

07 mar. 2018

Við vekjum athygli á baráttufundi undir yfirskriftinn KONUR GEGN KÚGUN 8. mars kl 17 í Tjarnarbíó á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hljómsveitin Gróa spilar og Drífa Snædal kynnir fundinn.

Samningur um styrk til meistaranema á sviði mannauðsmála

07 mar. 2018

Í gær, 6. mars, undirrituðu Garðar Hilmarsson formaður St.Rv., Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og Árni Stefán Jónsson formaður SFR undir samning þess efnis að veita einum meistaranema styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af  málefnum sem tengjast könnuninni, Stofnun ársins, þar á meðal eru mannauðsstjórnun, samskipti á vinnustað og vinnuréttur.

Samningur um styrk til meistaranema á sviði mannauðsmála