28 mar. 2018

AÐALFUNDUR 2018

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl kl. 17 að Grettisgötu 89. Á dagskrá aðalfundar er skýrsla um félagsstarfið, ársreikningar félagsins, tillögur að lagabreytingum, ákvörðun um árgjöld, tilkynnt kosningarúrslit til stjórnar, kosning skoðunarmanna, kosning fulltrúa á þing BSRB, kosning fulltrúa í stjórn Styrktarsjóðs St.Rv., kosning í stjórn Vinnudeilusjóðs og önnur mál. Allir félagsmenn eru velkomnir á fundinn. Boðið verður upp á léttan kvöldverð.

sjá dagskrá