06 apr. 2018

GPS námskeið

Nokkur pláss eru laus á námskeið um notkun GPS fyrir ferðafólk námskeiðið verður fimmtudaginn 12. apríl kl. 19-22. að Grettisgötu 89.
Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Sigurður Jónsson leiðbeinir á námskeiðinu.

Þátttakendur þurfa að hafa GPS tæki meðferðis.

 Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á vigdis@framvegis.is eða í síma 581-1900, 
en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna

Skráning