05 2018

Hugmyndavinna á fundi fulltrúa og trúnaðarmanna

30 maí 2018

Stór hópur fulltrúa og trúnaðarmanna St.Rv. og SFR mættust á vinnufundi í gær á Grandhóteli og ræddu hugmyndir og ábendingar varðandi mótun nýs sameinaðs félags. Eftir kynningu á verkefninu frá formönnum félaganna var unnið í hópum en Lárus Ýmir Óskarsson stýrði þeirri vinnu.

Hugmyndavinna á fundi fulltrúa og trúnaðarmanna

Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

28 maí 2018

Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélagaverður haldinn mánudaginn 4. júní kl. 12.00 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík. Á dagskrá verða venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins, kynning á breytingum á samþykktum sjóðsins ásamt öðrum mál löglega upp bornum.

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar

28 maí 2018

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 12.00 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins, kynning á breytingum á samþykktum sjóðsins ásamt öðrum málum sem hafa verið borin löglega upp.

Fundur með frambjóðendum

25 maí 2018

Efling, VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar blésu til fundar með frambjóðendum í gær á Grand hóteli. Fulltrúar 15 af 16 framboðum voru mætt. Fjallað var um kjara- og húsnæðismál. Fundurinn gekk vel fyrir sig undir öruggri stjórn Sigríðar Daggar og Sigmars Guðmundssonar.

Fundur með frambjóðendum

Láglaunaborgin Reykjavík?

23 maí 2018

Efling, VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar - stærstu stéttarfélögin innan ASÍ og BSRB með starfssvæði í Reykjavík efna til sameiginlegs opins fundar með fulltrúum framboðanna í Reykjavík, til að ræða um þau brýnu kjara- og húsnæðismál sem brenna á starfsfólki Reykjavíkurborgar og öðru launafólki í borginni.

Bjarg íbúðafélag opnar fyrir skráningu á biðlista

15 maí 2018

Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.

Opinn félagsfundur

14 maí 2018

Félagsfundur verður miðvikudaginn 16. maí kl. 17.00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Fjallað verður um hugmyndir að sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags. Nú þegar hafa verið haldnir 10 morgunverðarfundir með félagsmönnum St.

Opinn félagsfundur

Fagnað með fyrirmyndarstofnunum

12 maí 2018

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að gleðjast með okkur og þeim fulltrúum þeirra stofnana sem veitt voru verðlaun á Stofnun ársins sl. miðvikudag. Hér er hátíðin kynnt í myndum.

Fagnað með fyrirmyndarstofnunum

Mannauðsstyrkur veittur

11 maí 2018

Eva Sigrún Guðjónsdóttir meistaranemi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands hlaut styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni um val á Stofnun ársins.

Mannauðsstyrkur veittur

Stofnun ársins 2018

10 maí 2018

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, við hátíðlega athöfn í gær, miðvikudaginn 9. maí. Sigurvegarar eu Norðlingaskóli og Leikskólinn Vallarsel á Akranesi.