09 maí 2018

Málþing um mannauðsmál

St.Rv og SFR héldu í dag sameiginlega ráðstefnu um mannauðsmál. Tilefni málþingsins er að síðar í dag tilkynna félögin hvaða stofnanir hljóta titlana Stofnun ársins, Hástökkvara ársins og Fyrirmyndarstofnanir. Þátttaka fór fram úr vonum enda var boðið upp á mjög spennandi dagskrá með þrem framsögum og pallborðsumræðum á eftir þar sem gestum bauðst að bera fram spurningar.