14 maí 2018

Opinn félagsfundur

Félagsfundur verður miðvikudaginn 16. maí kl. 17.00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Fjallað verður um hugmyndir að sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags. Nú þegar hafa verið haldnir 10 morgunverðarfundir með félagsmönnum St.Rv. og einn opinn félagsfundur, en við viljum ná sambandi við sem flesta félagsmenn til þess að kynna fyrir þeim þær hugmyndir sem uppi eru, og heyra sjónarmið félagsmanna. Allir félagsmenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.