10 maí 2018

Stofnun ársins 2018

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, við hátíðlega athöfn í gær, miðvikudaginn 9. maí. Sigurvegarar eu Norðlingaskóli og Leikskólinn Vallarsel á Akranesi.

Þrjár efstu stofnanir í hvorum flokki fá fá sérstaka viðurkenningu sem fyrirmyndastofnanir. Í ár eru það auk Norðingaskóla, Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Orkuveita Reykjavíkur.

Auk þess fá Frístundamiðstöðin Tjörnin sem sigraði í fyrra er í fjórða sæti í ár og Frístundamiðstöðin Ársel sem var í fjórða sæti í fyrra en er í fimmta sæti í ár nafnbótina fyrirmyndarstofnun.

Stærri stofnanir

  1. Norðlingaskóli

  2. Frístundamiðstöðin Gufunesbær

  3. Orkuveita Reykjavíkur 

Minni stofnanir

  1. Leikskólinn Vallarsel Akranesi

  2. Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar

  3. Borgarsögusafn Reykjavíkur 

Hástökkvari könnunarinnar er Barnavernd Reykjavíku. En það er sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Barnavernd Reykjavíkur hækkar um 19 sæti í raðeinkun á milli ára.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Allar frekari niðurstöður má finna á hér