01 jún. 2018

Íbúð St.Rv. á Spáni

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar festi nýlega kaup á íbúð á Spáni fyrir félagsmenn sína. Íbúðin er á jarðhæð í fjölbýlishúsi, með rúmgóðri stofu, tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og er svefnpláss fyrir allt að 6-8 manns. Tveir góðir sólpallar eru við íbúðina . Hún er staðsett í 5 mín. akstursfjarlægð sunnan við Alecante og húsið stendur við ströndina Primera Linea de Playa. Glæsilegt afgirt sameiginlegt útisvæði er við húsið með sundlaug, tennisvelli og leiktækjum fyrir börn og fullorðna. Stutt er í fallegt útivistarsvæði, golfvelli og fjölbreyttar verslanir, markaði og veitingastaði í Alecante. Verið er að ganga frá húsinu og útleiguverð fyrir vikuna ekki komin á hreint en vonast er til að hægt verði að auglýsa íbúðin til útleigu og opna fyrir bókanir á vefnum í júlí. Það er gaman að segja frá því að félagar okkar í SFR keypti einnig eign á svipuðum slóðum og voru samningar undirritaðir á sama tíma. Við erum afar stolt af þessari viðbót í orlofsmálum og hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast með.

Untitled.jpg