29 jún. 2018

Ráðstefna norrænna bæjarstarfsmanna

Fulltrúar frá stéttarfélögum bæjarar- og borgarstarfsmanna komu saman á norræna ráðstefnu sem NTR – Nordisk tjenenstemands råd hélt í vikunni. Yfirskrift ráðstefnunnar var Hvernig starfsfólk á opinberum vinnumarkaði þarf að aðlagast á breyttum vinnumarkaði framtíðarinnar. Fjölmörg spennandi erindi voru flutt. Stéttarfélögin kynntu verkefni sem þau eru að fást við, farið var í vinnustaðaheimsóknir og unnið var í umræðuhópum. Rúmlega 100 manns sóttu ráðstefnuna en 25 fulltrúar voru frá Íslandi úr níu stéttarfélögum innan BSRB. Eftir ráðstefnuna var ferðin nýtt til þess að fara í námsheimsókn til Delta sem er norskt systurfélag okkar. Mikilvægi þess að veita starfsmönnum góða endurmenntun og þjálfun til þess að takast á við nýjar áskoranir á síbreytilegum vinnumarkaði kom skýrt fram á ráðstefnunni.

IMG_2016.JPG

Fulltrúar frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni

IMG_1929.JPG

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir