07 ágú. 2018

Þolendur áreitni og ofbeldis leiti sér aðstoðar

Allt of óalgengt er að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. BSRB telur mikilvægt að bæta þekkingu bæði starfsmanna og yfirmanna.

Það er sjálfsagður réttur launafólks að búa við gagnkvæma virðingu í samskiptum á vinnustaðnum. Það þýðir að starfsmenn eiga rétt á að njóta skilyrðislausrar verndar fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þegar brotið er á starfsfólki getur það leitað til yfirmanns til að fá úrlausn sinna mála og til stéttarfélagsins síns ef það ber ekki tilætlaðan árangur.

Sjá nánari umfjöllun