20 sep. 2018

Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaga

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu St.Rv. og SFR sem fram fer 6- 9 nóvember. Haldnir verða fjölmargir vinnustaðafundir á næstu vikum. Nú þegar höfum við skipulagt slíka fundi á yfir 20 stöðum. 

Samstarf félaganna hefur staðið yfir í áratugi og síðastliðin ára hafa stjórnir félaganna, trúnaðarmenn og fulltrúar unnið að því að skoða mögulegan ávinning þess að sameina þessi tvö stærstu félög innan BSRB. Á sameiginlegum fundi fulltrúa St.Rv. og trúnaðarmanna SFR  í nóvember fyrir tæpu ári síðan kom fram vilji til sameiningar og í vor var áfram fundað og þar urðu m.a. til hugmyndir að útlínum nýs félags. Í kjölfar þess ákváðu stjórnir félaganna að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu félagsmanna nú í nóvember. Allir virkir félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar munu geta greitt atkvæði en atkvæðagreiðslan fer fram á sama tíma hjá báðum félögum og munu niðurstöður beggja félaga ráða úrslitum.

Fara inn á síðu