29 okt. 2018

Opinn félagsfundur 5. nóvember

Undanfarnar vikur hafa fjölmargir vinnustaðir verið heimsóttir þar sem hugmyndir um sameiningu St.Rv. og SFR hafa verið kynntir félögum í St.Rv.  Mánudaginn 5. nóvember kl. 16.30 verður auk þess haldinn opinn félagsfundur á Grettisgötu 89 1. hæð um málið. Markmiðið er að ná til sem flestra og fá félagsmenn okkar til að kynna sér málin, ræða saman og spyrja spurninga. Því hvetjum við félaga til að fjölmenna.

Atkvæðagreiðslan verður rafræn og mun standa frá hádegi þriðjudaginn 6. nóvember til hádegis föstudaginn 9. nóvember og verður niðurstaðan kynnt samdægurs. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að þátttaka verði góð.