30 okt. 2018

Opnir félagsfundir 5. nóvember

Ákveðið hefur verið að halda tvo opna félagsfundi, mánudaginn 5. nóvember, fyrri eins og áður auglýst kl. 16.30 og seinni kl. 18. Bætt var við seinni fundi til þess að koma á móts við félagsmenn sem komast ekki fyrr út af vinnu. Við ítrekum að enn er mögulegt að hafa samband við skrifstofu ef vinnustaðir vilja fá kynningu á hugmyndum varðandi sameiningu St.Rv. og SFR, en atkvæðagreiðsla um það fer fram 6.-9. nóvember. Fundirnir verða haldnir að Grettisgötu 89, 1. hæð.