11 2018

Skattatilfærsla og krónutöluhækkun?

29 nóv. 2018

Kjararáðstefna trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv. var haldin í gær á Grand hótel. Þar komu saman rúmlega 100 manns og unnu afar gagnlega vinnu til undirbúnings kröfugerðum félaganna. Samningar félaganna eru flestir lausir í lok mars 2019 að  undanskyldum samningum við ohf félögin, s.

Skattatilfærsla og krónutöluhækkun?

Kjaramáráðstefna

28 nóv. 2018

Kjaramálaráðstefna St.Rv. og SFR stendur nú yfir. Stefán Ólafson flutti áhugavert erindi á kjaramálaráðstefnunni sem stendur nú yfir með stjórnum, fulltrúum, trúnaðarmönnum og samninganefndum St.Rv. og SFR.

Notarlegt aðventukvöld

27 nóv. 2018

Aðventukvöld St.Rv. og SFR var haldið á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og var það ágætlega sótt. Þar spilaði og söng Svavar Knútur fjölmörg lög og rithöfundarnir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Lilja Sigurðardóttur lásu upp úr nýjum bókum sínum sem reyndust hver annarri forvitnilegri.

Notarlegt aðventukvöld

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

19 nóv. 2018

Á laugardaginn var haldið Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar. Unnið var í sex mismunandi málstofum. Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar bauðst að senda fulltrúa á þingið ásamt Eflingu stéttarfélagi. Fulltrúar stéttarfélaganna sátu og tóku þátt í hópavinnu þar sem starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna ræddi saman um samskipti á vinnustað.

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Jólaball 8. des. – Miðasala hafin

15 nóv. 2018

Jólaball St.Rv. og SFR verður haldið laugardaginn 8. desember kl. 14:00 í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Reykjavík. Jólaballið er með þeim allra skemmtilegustu en þar safnast saman félagsmenn með börn sín eða barnabörn og dansa í kringum jólatré, gæða sér á kökuhlaðborði og hitta jólasveinana.

Jólaball 8. des. – Miðasala hafin

Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar

13 nóv. 2018

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið nú í fimmta sinn laugardaginn 17. nóvember, 2018. Þingið verður haldið frá 10.00- 15.00 er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu.  Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 17.000 innflytjendur í borginni.

Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar

AÐVENTUKVÖLD

12 nóv. 2018

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR halda sitt árlega aðventukvöld 22. nóvember að Grettisgötu 89. Við hefjum leikinn kl. 20:00 með upplestri úr nokkrum nýjum bókum úr jólabókaflóðinu. Það eru rithöfundarnir Einar Kárason, Þórdís Gísladóttir og Lilja Sigurðardóttir sem koma og lesa upp.

Desemberuppbætur

12 nóv. 2018

Þann 1. desember fá starfsmenn greidda desemberuppbót á laun. Desemberuppbótin er miðuð við fullt starf tímabilið frá 1. janúar til 31. október. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall.

Sameining samþykkt

09 nóv. 2018

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags samþykktu sameiningu félaganna í allsherjar atkvæðagreiðslu sem lauk rétt í þessu, en meirihluti atkvæða beggja félaga samþykkti sameininguna.

Sameining samþykkt

Síðasti séns að greiða atkvæði

09 nóv. 2018

Nú fer að líða að lokum atkvæðagreiðslu um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags. 24.3% höfðu greitt atkvæði kl. 8.30. Atkvæðagreiðslu lýkur um hádegi eða  klukkan 12.00. Við hvetjum þá félagsmenn sem enn hafa ekki nýtt atkvæði sitt til þess að gera það.