05 nóv. 2018

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU FÉLAGA

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12. Atkvæðagreiðslan stendur til föstudagsins 9. nóvember kl. 12.  Félagsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um þetta mikilvæga félagslega mál. Þátttaka þín skiptir máli!