19 nóv. 2018

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Á laugardaginn var haldið Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar. Unnið var í sex mismunandi málstofum. Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar bauðst að senda fulltrúa á þingið ásamt Eflingu stéttarfélagi. Fulltrúar stéttarfélaganna sátu og tóku þátt í hópavinnu þar sem starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna ræddi saman um samskipti á vinnustað.  Umræðan í málstofunni var mjög athyglisverð og lærdómsrík, það sem kom helst fram var að vanhöld væri á því að stjórnendur færi í gegn grunnþætti í upphafi starfs s.s starfslýsingu, til hvers væri ætlast af starfsmanni, réttindi og skyldur starfsmanns. Fram kom að móttaka nýrra starfsmanna væri ómarkviss, en með því að hafa þetta skýrara mætti koma í veg fyrir misskilning sem getur valdið óöryggi í samskiptum.