15 nóv. 2018

Jólaball 8. des. – Miðasala hafin

Jólaball St.Rv. og SFR verður haldið laugardaginn 8. desember kl. 14:00 í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Reykjavík. Jólaballið er með þeim allra skemmtilegustu en þar safnast saman félagsmenn með börn sín eða barnabörn og dansa í kringum jólatré, gæða sér á kökuhlaðborði og hitta jólasveinana. Miðaverð er 700 kr, bæði fyrir börn og fullorðna og nauðsynlegt er að kaupa miðana fyrirfram á skrifstofum félaganna Grettisgötu 89.