08 nóv. 2018

Þátttaka í atkvæðagreiðslu

Nú í upphafi þriðja dags atkvæðagreiðslu um sameiningu St.Rv. og SFR  hafa um 16% félagsmanna St.Rv. kosið og margir haft samband við skrifstofu félagsins til þess að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að taka þátt og kjósa. Það skiptir miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna skýra leiðsögn um næstu skref.

Greiða atkvæði