19 des. 2018

Blað stéttarfélaganna

Nú ætti Blað stéttarfélaganna að fara að berast til félagsmanna. Blaðið er að venju stútfullt af góðu efni. Þar má meðal annars lesa um sameiningu félaganna og þá vinnu sem verið er að inna af hendi vegna hennar. Í blaðinu er viðtal við nýjan formann BSRB Sonju Ýr Þorbergsdóttur, auk umfjöllunar um aukið álag á starfsmenn í sundlaugum borgarinnar og umfjöllun um þing BSRB. Jólamyndagátan og krossgátan eru á sínum stað auk spennandi uppskrifta af tælenskum hátíðamat.

Sjá blaðið