01 2019

Vefsíða Sameykis

31 jan. 2019

Við höfum sett í loftið vefsíðu undir léninu www.sameyki.is. Síðan sjálf er enn í vinnslu en þetta er gert fyrir þá sem vilja finna Sameyki á vefnum. Í gegnum þessa vefsíðu er hægt að velja tengla inn á gömlu síður félaganna og finna lög félagsins.

Vefsíða Sameykis

Viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg undirrituð

30 jan. 2019

Formaður og varaformaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu skrifuðu undir viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg í morgun. Um er að ræða fyrstu formlegu undirritunina í nafni Sameykis en búist er við því að  viðræðurnar hefjist fljótlega.

Viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg undirrituð

Með lögum skal félag byggja!

29 jan. 2019

Ný lög Sameykis stéttarfélags voru samþykkt síðast liðinn laugardag. Lögin má finna hér að neðan og hvetjum við félagsmenn okkar til þess að kynna sér þau. Helst er að nefna að trúnaðarmannaráð og fulltrúaráð félaganna eins og við þekktum þau taka breytingum á þann veg að trúnaðarmenn á vinnustöðum sem nú gæti orðið allt að 350-400 talsins mynda trúnaðarmannaráð.

Hvað þýðir Sameyki?

28 jan. 2019

Margir hafa velt fyrir sér heiti félagsins og merkingu þess. Sameyki er sjaldgæft en hljómfagurt íslenskt orð sem er gamalt í málinu. Orðið sameyki merkir teymi (e. team) og var sérstaklega notað sem slíkt áður en orðið teymi var til í íslensku.

Hvað þýðir Sameyki?

Ekkert afsakið hlé hér!

28 jan. 2019

Að loknum aðalfundi og tilkomu sameinaðs félags er margvísleg undirbúningsvinna nú komin á fullt á skrifstofunni. Að ýmsu er að huga og margt sem þarf að gera. Vinna við undirbúning að nýrri heimasíðu er til dæmis hafin, skoðun sameiginlegs orlofskerfis og svo þarf Sameyki að eiga sitt sérstaka merki, ekki satt? Starfsmenn notuðu daginn vel og æfðu sig meðal annars í að svara í símann! Við munum passa upp á að kynna allar breytingar um leið og þeir þær verða að veruleika, stundum jafnvel fyrr.

Ekkert afsakið hlé hér!

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu verður til

26 jan. 2019

Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu sem nú lauk fyrir stundu voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt. Félagið heitir Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu verður til

Eingreiðsla 1. febrúar 2019

25 jan. 2019

Þann 1. febrúar 2019 greiðist sérstök eingreiðsla hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019 samkvæmt viðeigandi kjarasamningi að upphæð: Akraneskaupstaður: 42.500 kr.

Drögum úr ójöfnuði

22 jan. 2019

Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuð ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið.

Drögum úr ójöfnuði

Gott að vita - skráning hefst 29. janúar

22 jan. 2019

St.Rv. og SFR bjóða að venju upp á fjölbreytt námskeið undir hatti Gott að vita og hefst skráning á námskeiðin þriðjudaginn 29. janúar næstkomandi kl. 17:00.  Nú á vorönn er m.a. boðið upp á draugagöngu um miðbæ Reykjavíkur, golfnámskeið, ræktun matjurta, hjólanámskeið og hnýtingar svo eitthvað sé nefnt.

Gott að vita - skráning hefst 29. janúar

Metfjöldi umsókna hjá VIRK á síðasta ári

07 jan. 2019

Aukin ásókn í þjónustuna er áhyggjuefni segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK. Alls sóttu 1.961 einstaklingar um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri.