02 2019

Undirbúningur kjaraviðræðna

28 feb. 2019

Það var mikill hugur í félögum Sameykis hjá ISAVIA sem fjölmenntu á kjaramálafund ISAVIA sem haldnir voru í gær og í dag. Lífleg umræða var um áherslupunktana sem mikið hafa verið í umræðunni þessa dagana.

Undirbúningur kjaraviðræðna

Könnun á leið til þín!

26 feb. 2019

Næstu daga munu félagsmenn Sameykis fá könnun um Stofnun ársins og launakönnun senda í tölvupósti. Það tekur nokkra daga að ná því að senda út til allra en vonandi verða allir komir með könnunina eftir næstu viku.

Könnun á leið til þín!

Könnunin þín farin af stað!

22 feb. 2019

Næstu daga munu félagsmenn Sameykis fá könnun um Stofnun ársins og launakönnun senda í tölvupósti. Við hvetjum alla til þess að gefa sér tíma til þess að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar eru okkur öllum afar mikilvægar og gefa góðar upplýsingar um stöðuna úti á stofnunum, um líðan starfsfólk og fleira.

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

22 feb. 2019

Formannaráð BSRB ályktaði um tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru nýlega. Formannaráðið telur að tillögurnar gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu og harmar hversu litlar lækkanir séu skammtaðar þeim lægst launuðum og hversu seint þær koma til framkvæmda.

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

Aðalfundur Háskóladeildar Sameykis

20 feb. 2019

Háskóladeild Sameykis heldur aðalfund fimmtudaginn 4. apríl kl. 17 þar sem m.a. verður kosin stjórn og samþykktir deildarinnar lagðar fram. Félagið hvetur allt háskólafólk innan félagsins til þess að koma á fundinn og taka þátt í spennandi starfi.

Samninganefnd Sameykis fundar með Reykjavíkurborg

19 feb. 2019

Fyrsti fundur samninganefnda Sameykis var haldinn í gær með samninganefnd Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg kynnti markmið sín í kjaraviðræðunum og formaður samninganefndar Sameykis, Garðar Hilmarsson kynnti kröfur félagsins í komandi viðræðum.

Samninganefnd Sameykis fundar með Reykjavíkurborg

Laust pláss á námskeið

18 feb. 2019

Það hafa losnað pláss á Gott að vita námskeið í tálgun sem hefst á miðvikudaginn 21. febrúar.

Laust pláss á námskeið

Ofurlaun vanvirðing við launafólk

15 feb. 2019

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segist fordæma þá ofurlaunastefnu sem bankastofnanir í eigu ríkisins hafa kosið að taka. Laun bankastjóra séu langt umfram það sem eðlilegt getur talist og fréttir af launahækkunum um tugi prósenta eru hrein vanvirðing við allan þorra launafólks.

Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimsótt

14 feb. 2019

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður heimsóttu skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og hittu þar Aldísi Hafsteinsdóttir formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ingu Rún Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs og formann samninganefndar sambandsins og Karl Björnsson framkvæmdastjóra.

Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimsótt

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

12 feb. 2019

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa fyrir morgunfundi á Grand Hótel 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.  Aðalfyrirlesari á morgunfundinum er Vanessa King, þekktur fyrirlesari og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum, en Vanessa er hér á landi að kenna í Jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!