07 feb. 2019

Leiðrétting á stóru skattatilfærfslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir.  Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög raunhæfar leiðir til þess að leiðrétta stóru skattatilfærsluna sem hefur átt sé stað á síðustu 20 árum án þess að veikja velferðarkerfið.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir hvernig skattatilfærslan varð til og ástæður hennar. Hvernig skattbyrði hefur verið færð frá efstu tekjuhópum til lægri og millitekjuhópa. Í öðrum kafla skýrslunnar er fjallað um efnahagsleg og félagaslegt samhengi skatta, þar sem rík áhersla er lögð á mikilvægi skatttekna fyrir velferðarkerfið. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir þeim aðgerðum og tillögum sem lagt er til að gripið verði til og sýndar margar umbótaleiðir í skattkerfinu sem gætu skilað umtalsverðum meiri skatttekjum, sem mætti nýta til til frekari skattalækkana til þeirra 90 prósenta sem lægstar tekjur hafa, það er til alls þorra almennings. Hópur af kjarasviði Sameykis var mættur á kynningu skýrslunnar, en  Árna Stefáni Jónssyni formanni  og Garðari Hilmarssyni varaformanni var boðin þátttaka í fundi í framhaldi kynningar þar sem þeir lýstu ánægju sinni með þessa skýrslu sem tali inn í stefnu BSRB um skattamál og þeir lýstu því yfir að þeir muni tala fyrir og kynna þessa stefnu af heilum hug og tala fyrir henni við stjórnvöld.

Nálgast má skýrsluna hér