06 feb. 2019

Stjórnarfundur Sameykis

Fyrsti fundur stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónstu var haldinn í gær. Á fundinum var skipað í embætti ritara og skipaðir voru fulltrúar félagsins í nendir á vegum BSRB. Fjallað var um kjaramál og stöðuna í komandi kjarasamningum, kynnt voru orlofskostir sameinaðs félags fyrir stjórnarmönnum og tekin ákvörðun um orlofskerfi sem á að nota. Formaður orlofsnefndar verður Ólafur Hallgrímsson og Ingunn H. Þorláksdóttir varaformaður fyrra árið og svo skipta þau um hlutverk á seinna árinu.

Í bráðabirgðaákvæði laga Sameykis munu stjórnir sameinaðra félaga starfa næstu tvö árin eða fram að aðalfundi 2021, þannig að nú er tuttugu og eins manns stjórn í félaginu en eftir það munu tala stjórnarmanna fara í fimmtán manns.

Stjórn Sameykis skipa eftirfarandi: Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður, Garðar Hilmarsson varaformaður og Ingibjörg Sif Fjeldsted ritari. Aðrir í stjórn eru: Berglind Margrét Njálsdóttir, Bryndís Theódórsdóttir, Bryngeir Arnar Bryngeirsson, Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Garðar Svansson, Gunnar Garðarsson, Gunnar Rúnar Matthíasson, Herdís Jóhannsdóttir, Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Jón Bergvinsson, Ramuné Kamarauskaité, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún Helga Jónsdóttir, Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir, Viðar Ernir Axelsson, Þórey Einarsdóttir og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir.

Á myndina vantar Gunnar Garðarsson og Gunnar Rúnar Matthíasson